mánudagur, desember 03, 2007

Hitt

Kæru félagar!

Síðasta Hitt ársins 2007 verður haldið á þriðjudagskvöldið næstkomandi 4.desember. Umræðuefni verður kristin trú og jafnrétti.

Ingibjörg María Gísladóttir, meistaranemi í guðfræði, heldur erindið "Trú og mannréttindi" og Toshiki Toma prestur innflytjenda fjallar um samræmingu þess að vera prestur og að vera virkur í mannréttindabaráttu.

Hittið hefst að venju kl. 20 og verður haldið á Bertelstofu á Thorvaldsen bar í Austurstræti.

Á Hittinu verða seld jólakort femínistafélagsins með óskum um frið og jafnrétti á komandi ári. Kortin verða seld 8 í pakka á 1500 krónur. Einnig verður haldið uppboð á handmáluðum jólakúlum eftir höfund kortanna Tinnu Kristjánsdóttur sem
prýddar eru sömu jólasveinum og eru á kortunum.

Við minnum á yfirstandandi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Dagskrána má nálgast á www.humanrights.is.

Sjáumst sem flest á Hittinu,
Ráð Femínistafélags Íslands
Femínistafélag Íslands

þriðjudagur, október 23, 2007

þriðjudagur, október 16, 2007

Næsti fundur ungfem

Vilt þú verða hjúkrunarfræðingur eða verkfræðingur?
Læknir eða leikskólakennari?

Hver er launamunur kynjanna?

Hvað er klámvæðing?

Er í lagi að klámstjörnur klæði sig í barnaföt, setji í sig tíkó og fari svo að ríða?

Afhverju ganga 11 ára stelpur í g-streng?

Er súludans íþrótt?

Er hægt að keppa í fegurð?

Er það ógeðslegt ef konur raka sig ekki undir höndunum, á fótunum, í klofinu,
sportröndina og bara alls staðar?

Er það ógeðslegt ef karlar raka sig ekki undir höndunum, á fótunum, í klofinu,
sportröndina og bara alls staðar?

Skiptir það máli?


Ungliðahópur Femínistafélags Íslands heldur fund
fimmtudaginn 18.október á Næsta bar (andspænis Óperunni) klukkan 20.00

Ert þú femínisti?

þriðjudagur, september 25, 2007

Aktívismi

Samband femínisma og aktívisma er eitt af viðfangsefnum heimildarmyndarinnar Sófakynslóðin. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum og er spurning hvort orðræða nægi í samfélaginu til að ná fram auknu jafnrétti kynjanna eða þarf aðgerðir.

Skýring Femínistafélags Íslands á femínistum er svo hljóðandi: "Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því." Það er þó ekki gefið að allir séu sammála þeirri yfirlýsingu og því spyrjum við þig álits: Felst í því að vera femínisti að vera aktívisti?

Sófakynslóðin, sem var valin besta myndin á Skjaldborgarhátíðinni í ár, verður sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í Regnboganum 3.október klukkan 20.00 og aftur 7.október klukkan 18.00.







Könnunin er hér til hliðar --->