mánudagur, september 05, 2005

Hjartfólgið nöldur

Eftirfarandi frétt er tekin af heimasíðu Morgunblaðsins:

Hjartveikar konur fá ekki sömu meðferð og hjartveikir karlar samkvæmt nýrri rannsókn
Konum sem bera einkenni hjartveiki er ekki sinnt jafn vel og körlum með sömu einkenni, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var um alla Evrópu og var kynnt í Stokkhólmi í dag. Niðurstöðurnar eru byggðar á rannsóknum á 3.779 sjúklingum í 32 löndum í Evrópu.

Þær leiddu í ljós að konur með verk fyrir brjósti eru ekki teknar eins alvarlega og karlar með brjóstverki, og þær fá ekki eins góða meðhöndlun og karlar. Konur með verki fyrir brjósti eru 20% ólíklegri en karlar til að vera settar í álagspróf, sem er fyrsta skref í því að staðfesta að um hjartveiki sé að ræða.

Í niðurstöðunum kom þó fram að nokkur bæting varð á meðferð á konum með einkenni hjartveiki á milli áranna 2000 og 2004. „Þetta er skref í rétta átt, en við verðum að gera meira til að koma fólki í skilning um að hjartveiki er alveg jafn mikið vandamál á meðal kvenna og karla,“ sagði Eva Swahn, yfirmaður sænsku hjartaverndarsamtakanna.

Hjartaáfall er algengasta dánarorsök kvenna í Evrópu og fleiri konur deyja af völdum þess en af völdum allra tegunda krabbameins. 55% kvenna deyja af völdum hjartaáfalls en 43% karla.


Orðin hér að ofan, um "nöldrandi" konur, með hönd fyrir hjartanu, ekki teknar alvarlega, koma mér ekki sérstaklega á óvart. Það sem sló mig einna mest var hversu hátt hlutfall kvenna deyr sökum hjartaáfalls. Ég kalla það hins vegar gott hjá sænsku hjartverndarsamtökunum að vekja athygli á málinu.

Brynja H

Engin ummæli: