miðvikudagur, desember 15, 2004

Hollenskar konur vilja þægileg nærföt fremur en æsandi

Konur í Hollandi kjósa nærföt sem eru þægileg fremur en æsandi. Flestar fá skipt æsandi undirfötum sem þær fá í jólagjöf og velja sér í staðinn venjulegri og efnismeiri nærbuxur og brjóstahaldara. Er þetta niðurstaða könnunar sem hollenska fyrirtækið Body Fashion Promotion hefur gert.
Fulltrúi fyrirtækisins sagði að þótt flestir karlmenn virðist halda að það gleðji konur að fá æsandi undirföt sé raunin sú að konunum finnist það alls ekki sérlega skemmtilegt.
Frá þessu greinir Ananova.com.
Framkvæmdastjóri alþjóðasviðs nærfataframleiðandans Triumph, Rob Brand, segir:
„Maður sem er að kaupa nærföt á konuna sína eða kærustuna velur yfirleitt ekki eitthvað sem hann heldur að hún verði ánægð með heldur velur hann föt sem hann langar til að sjá hana í. Flestir karlmenn velja djúprauðan lit, sem þeim finnst greinilega fallegur. En konur eru annarrar skoðunar ... Það fer ekki á milli mála að á veturna vilja þær svart.“


Þessi frétt er á fann ég á http://www mbl.is rétt í þessu.

Það skyldi þó aldrei vera að g-strengir (tannþræðir, sjálfskeinarar) séu beinlínis óþægilegir. –Þetta viðurkenna hollenskar konur. Af hverju þræta aðrar konur þá fyrir að þessi “klæðnaður” sé þægilegur og segja svo að “það venjist”. Varla eru þær allar masókistar. Af hverju að venjast sársauka ? Ástæðan er einföld og flestir vissu svarið í upphafi.
– Athyglin þykir eftirsóknarverð og okkur er kennt frá blautu barnsbeini að kynlíf selji. Þess vegna eru til pils sem líta út eins og hárteygjur í barnafatadeild Hagkaupa. Þess vegna eru börn gerð að kynverum.
- Hver mundi í alvöru taka óþægilegan sjálfskeinara fram yfir þægilegar “ömmunaríur” ?

Brynja Halldórsd.

mánudagur, desember 06, 2004

Hæ öll saman.
Ég mæli hér með sérstakri bíómynd sem þið ættuð að sjá.
Tala nú ekki um ef einhver er að læra um þessa atburði í sögutíma. En þetta er myndin Iron Jawed Angels sem fjallar um súffragetturnar í Bandaríkjunum og baráttu þeirra fyrir kosningarétti.
Þessi mynd er ofan á að vera áhugaverð þá er hún mjög vel leikin, myndatakan flott og falleg tónlist.
En í stuttu máli fjallar myndin um það að Alice Paul (Hilary Swank) og Lucy Burns (Frances O’Connor) stíga út úr hinni eiginlega kvennahreyfingu og stofna sína eigin hreyfingu sem öðrum fannst öfgakennd.
En konur sem tóku þátt í hreyfingu þeirra gáfust aldrei upp, stóðu útí hvaða veðri sem er fyrir utan hvíta húsið til að mótmæla og lentu meðal annars í fangelsi þar sem var farið ótrúlega illa með þær. Þar fóru þær í hungur verkfall og voru mataðar með valdi. Vegna þess hve erfitt var að mata þær fékk myndin þetta nafn “Iron Jawed Angels”.
Það voru ekki bara menn sem stóðu í vegi þeirra heldur einnig eldri íhaldssamari femínistar með Carrie Chapman (Angelica Houston) í fararbroddi sem leist illa á hinar ungu og öfgafullu. Þessar konur þurfa að læra að vinna saman.
Svo má ekki gleyma því að á meðan á öllu þessu stendur er einnig stríð í gangi svo ekki bætir það úr skák.
En ég vil ekki segja of mikið um myndina, hér eru tveir linkar um myndina:
http://iron-jawed-angels.com/
http://www.hbo.com/films/ironjawedangels/

Ég skrifa svo eitthvað meira inn á skemmtilegu síðuna okkar seinna.
Keep up the good work
Nadira

fimmtudagur, desember 02, 2004

Karlar eru körlum verstir

Ég las í bók um daginn sögu um mann skrifaða af syni hans. Faðirinn hafði verið heilbrigðið uppmálað, í góðu formi, hófmaður á allan hátt og allt í besta lagi. Það er þangað til hann lést „óvænt“ úr krabbameini.

Honum hafði verið kennt að sannur karlmaður horfir fram hjá sársaukanum og tekur hann út fyrir liðið eða þá ættjörðina. Fyrir honum var það skylda karlmanns að sjá fyrir fjölskyldu sinni sama hvað gengur á. Það fólst meðal annars í því að vinna mikið og fórna sér fyrir fyrir fjölskylduna á alla hátt. Faðirinn stærði sig af því að hafa aldrei látið smá kvef eða veikindi hindra sig í að mæta til vinnu.

Þegar hann byrjaði að eiga í vandræðum með hægðirnar notaði hann hægðarlyf, þegar hann tók eftir blóði í þeim taldi hann sér trú um að það væru leifar af tómötum eða einhverju álíka. Þegar hann loksins þoldi ekki meir og leitaði til læknis var það of seint. Hann dó með ársveikindaleyfi uppsafnað.

Forréttindi karlmenskunnar eru dýrkeypt. Styttri líftími, léleg heilsa, tilfinningagrunn sambönd og minni tími með ástvinum fylgja pakkanum. Að meðaltali lifa karlar sjö árum styttra en konur. Karlar neyta áfengis og tóbaks í meira mæli en konur sem veldur aukinni sjúkdómahættu og slæmri heilsu og ofan á þetta þá leita þeir síður læknishjálpar þegar eitthvað bjátar á. Karlar eiga frekar til að taka þátt í ofbeldisverkum og áhættuhegðun heldur en konur.
Karlennskuímyndin innrætir körlum að fela sársauka sinn og takast ekki á við hann.


Þetta finnst mér ansi góður punktur. Karlar þurfa að gera sér grein fyrir óheilbrigðri karlmennskuhegðun sinni. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir skaðanum sem þeir eru að gera öðrum og sjálfum sér og meta hvort kostnaður karlmennskunnar sé hennar virði.


Sveinn Guðmundsson.