sunnudagur, nóvember 07, 2004

Til stendur að hefja nýtt ár með aðgerðum og uppákomum. Ungliðahópurinn er nú í undirbúningsstarfi og við hittumst aðra hverja viku til þess að skipuleggja og ræða framhaldið. Við erum með ýmislegt á prjónunum og þar á meðal er áhugi okkar á að kynnast málefnum grunnskólanema. Hvert aldursskeið á sín málefni og það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað það er sem vantar upp á eða hvað er að fara betur en áður.

Svo virðist sem að orðið "femínisti" eigi sér neikvæða skírskotun í hugum grunnskólanema og kom það í ljós í könnun sem gerð var fyrir stuttu að krökkum á þessum aldri þætti betra að lokast inni í lyftu með nýnasista eða raðmorðingja heldur en femínista. Það er greinilegt að í þeirra augum er femínista ekki karl eða kona sem vill að kynin eigi jafna möguleika í lífinu heldur einhver ógn sem geti skaðað þau.

Þá er mikilvægt að skoða hvaðan þessar hugmyndir koma og er ljóst að skoðanir ungra krakka eru oftast speglun á skoðunum foreldra þeirra eða umræðu innan skólanna. Það má þá velta fyrir sér þeirri hugmynd að fjalla jákvætt um eðli femínismans og athuga hvort börnin geti kennt gamla fólkinu eitthvað nýtt!

Engin ummæli: