þriðjudagur, október 26, 2004

Gleðikvöld fyrir gleðifólk

Á morgun þann 27. október kl: 20:00 mun Ungliðahópur Femínistafélags Íslands halda gleðikvöld fyrir ungt fólk í Hinu Húsinu.
Yfirskrift kvöldsins er "Hvað er femínismi" og munu Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Fí og Gísli Hrafn Atlason, ráðskona Karlahóps FÍ ræða um hugtakið femínismi og um jafnréttismál ungs fólks.
Eftir umræður verður skemmtun og munu hljómsveitirnar Nilfisk og Bob rokka upp stemmninguna fram eftir kvöldi.

Mikið fár hefur orðið vegna ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness að sýkna mann einn fyrir barsmíðar á kvinnu sinni. Óhætt er að segja að það sé ekki skrýtið þótt fólki bregði í brún við þær fréttir, enda ótrúlegt að maðurinn komist upp með það að berja fjölskyldumeðlim sundur og saman án þess að það varði lög.
Maður þessi var dæmdur ,,fyrir líkamsárás, með því að hafa, á tímabilinu frá klukkan 9:00 til 12:00, miðvikudaginn 1. október 2003, ráðist að X, á þáverandi sameiginlegu heimili þeirra að Suðurgötu 79, Hafnarfirði, tekið hana hálstaki og hrint henni til og frá með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun í hálsvöðvum og hné og yfirborðsáverka á andliti og hársverði."

Skýrslan er Héraðsdómurinn gaf frá sér virðist vera ótrúlega illa unninn, líklega þá í samræmi við vinnu málsins alls en hana er hægt að nálgast hérna.

Engin ummæli: