miðvikudagur, janúar 11, 2006

Um karlmenn í pilsum

Rakst á litla grein í Fréttablaðinu undir nafninu "Mega karlmenn klæðast pilsum" Hérna er úrdráttur.

Pils eru í augum margra kvennaklæðnaður. Það er þó ekkert sem segir að svo eigi að vera, aðeins hefðir og menning hafa myndað þessa óskráðu reglu.
Sagan segir okkur reyndar að þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þvert á móti hefur hefur það tíðkast í fjölmörgum samfélögum sögunnar að karlmenn hafi klæðst ýmiss konar pilsum og í sumum samfélögum tíðkast það enn.
Hjá ýmsum landbúnaðarsamfélögum klæddust karlar ætíð pilsum t.d á heitum svæðum í Afríku, Ástralíu ofl. Tóra-búningur Rómverja var kjóll og rómverskir hermenn klæddust pilsum. Í nokkrum samfélögum ganga menn enn í pilsum og þykja það ansi flott og eðlilegt t.d. thobe í Arabalöndum, foustanella í Grikklandi, djelleba í N-Afríku, kaftan fyrir botni Miðjarðarhafs og kilt í Skotlandi.
Pils hafa þó ekki ratað inn í tískuheim karlmanna Vesturlanda. Hvort það tengist þröngsýni eða fari körlum ekki er ei vitað.
Sumir vilja þó taka af skarið og vert er að minnast á að hvergi í heiminum tíðkaðist það að konur gegnu æi buxum fyrr en á síðustu öld og voru konur jafnvel handteknat fyrir slíkt fyrirlítlegt athæfi.



Brynja

Engin ummæli: