fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Verðum framkvæmdastjórar KEA:

Fyrirtækið KEA auglýsir eftir framkvæmdastjóra en hún birtist í atvinnuauglýsingum Morgunblaðsins á dögunum.

Framkvæmdastjóri
Stjórn KEA svf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Starfssvið
o Öll almenn framkvæmdastjórn og yfirumsjón með öllum verkefnum félagsins samkvæmt samþykktum og starfsreglum þess.
o Ábyrgð á fjárreiðum, fjárvörslu og ávöxtun fjármuna félagsins og yfirstjórn einstakra sviða.
o Vera formælandi félagsins út á við og gæta hagsmuna þess í hvívetna.
o Hafa frumkvæði að stefnumótun, þróun og skipulagi félagsins.
o Leggja upp og undirbúa verkefni stjórnar, umfjöllun og úrvinnslu.
o Framkvæmdastjóri er stjórnarformaður Hildings og Framtakssjóðsins.
Hæfniskröfur
o Háskólamenntun er æskileg.
o Áhersla er lögð á að umsækjandi hafi umtalsverðan styrkleika sem leiðtogi og sem talsmaður og formælandi félagsins. Eigi auðvelt með að leggja upp mál og greina, hafi jafnframt góða þekkingu og tengingu við fyrirtækjaumhverfið.
o Reynsla af stjórnunarstörfum og/eða haldgóð þekking á fjárfestingum í atvinnulífi er mikilvæg.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 27. ágúst nk. Númer starfs er 4753. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Baldur Jónsson. Netföng: thorir@hagvangur.is og baldur@hagvangur.is.

Skorað er á sem flesta að senda inn umsókn !

Brynja H

Engin ummæli: