miðvikudagur, desember 15, 2004

Hollenskar konur vilja þægileg nærföt fremur en æsandi

Konur í Hollandi kjósa nærföt sem eru þægileg fremur en æsandi. Flestar fá skipt æsandi undirfötum sem þær fá í jólagjöf og velja sér í staðinn venjulegri og efnismeiri nærbuxur og brjóstahaldara. Er þetta niðurstaða könnunar sem hollenska fyrirtækið Body Fashion Promotion hefur gert.
Fulltrúi fyrirtækisins sagði að þótt flestir karlmenn virðist halda að það gleðji konur að fá æsandi undirföt sé raunin sú að konunum finnist það alls ekki sérlega skemmtilegt.
Frá þessu greinir Ananova.com.
Framkvæmdastjóri alþjóðasviðs nærfataframleiðandans Triumph, Rob Brand, segir:
„Maður sem er að kaupa nærföt á konuna sína eða kærustuna velur yfirleitt ekki eitthvað sem hann heldur að hún verði ánægð með heldur velur hann föt sem hann langar til að sjá hana í. Flestir karlmenn velja djúprauðan lit, sem þeim finnst greinilega fallegur. En konur eru annarrar skoðunar ... Það fer ekki á milli mála að á veturna vilja þær svart.“


Þessi frétt er á fann ég á http://www mbl.is rétt í þessu.

Það skyldi þó aldrei vera að g-strengir (tannþræðir, sjálfskeinarar) séu beinlínis óþægilegir. –Þetta viðurkenna hollenskar konur. Af hverju þræta aðrar konur þá fyrir að þessi “klæðnaður” sé þægilegur og segja svo að “það venjist”. Varla eru þær allar masókistar. Af hverju að venjast sársauka ? Ástæðan er einföld og flestir vissu svarið í upphafi.
– Athyglin þykir eftirsóknarverð og okkur er kennt frá blautu barnsbeini að kynlíf selji. Þess vegna eru til pils sem líta út eins og hárteygjur í barnafatadeild Hagkaupa. Þess vegna eru börn gerð að kynverum.
- Hver mundi í alvöru taka óþægilegan sjálfskeinara fram yfir þægilegar “ömmunaríur” ?

Brynja Halldórsd.

Engin ummæli: